Sögulegt stund í mannkynssögunni

Dagurinn þegar Barck Obama sver embættiseið sinn sem 44. forseti Bandaríkja Norður-Ameríku verður dagurinn sem fer á spjöld sögunnar. Við fáum að taka þátt í og fylgjast með einum stórkostlegasta viðburði alþjóðastjórnmálanna á okkar tímum. Obama hefur dæmlaust fylgi og meðbyr sem að sama skapi gerir það að verkum að miklar kröfur og væntingar eru gerðar til hans. Allir sem hafa fylgst með vegferð Obama undanfarna mánuði sjá að þar er á ferð mikill leiðtogi sem nær til fólksins, er meðvitaður um mikilvægi hlutverksins og gerir sér far um að hrífa með sér almenning til góðra verka. Menn eins og Obama hafa góð áhrif og efla trúna á að nú muni mál þróast til betri vegar.
mbl.is Gríðarleg öryggisgæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Við þetta er bókstaflega engu að bæta ágæti Ásgeir.

Nema að, nú er þessi stund afstaðin og var hún sannarlega, stórkostleg og áhrifamikil.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 25.1.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband