Krossgötur

Krossgötur voru á Gufunni í dag eins og aðra laugardaga. Þetta eru áhugaverðir þættir þar sem mikið er fjallað um skipulagsmál, ekki síst fyrir höfuðborgarsvæðið. Í þessu þætti var fjallað að nýju um sameiningu sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Mynduð yrði n.k. yfirborgarstjórn sem færi með skipulagsmál, samgöngumál og fleira í þeim dúr, en um aðra þætti væru myndaðar hverfis- eða svæðisstjórnir.

Þessar hugmyndir eru áhugaverðar og allrar athygli verðar. Með því að sameina allt höfuðborgarsvæðið undir eina yfirstjórn næst mun meiri skilvirkni, ekki síst í þeim málaflokkum sem varða svæðið í heild sinni. Þar að auki mundu án efa miklir fjármunir sparast, því væntanlega er ekki þörf á 7 borgarstjórum og mörgum tugum kjörinna fulltrúa eins og nú er.

Það er mikilvægt að fjalla um mál sem þessi, slík umræða má ekki týnast í öllu krepputalinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband