Næturvaktin

Það er nóg að gera hjá Fjármálaeftirlitinu þessa dagana - eða öllu heldur næturnar. Nú er Kaupþing kominn undir þeirra verndarvæng, síðastur stóru bankanna þriggja. Það er áhugaverð staðreynd að ekkert heyrist af gangi sparisjóðanna - eitthvað voru þeir líka að fást við erlendar fjárfestingar, en sennilega allt innan velsæmismarkanna og í góðu samhengi við umfang þjóðarbúsins.

Það var áhugavert að hlusta á Gylfa Magnússon í kvöld, bæði í Speglinum í RÚV og í Kastljósinu. Fram til þessa hefur Gylfi reynst nokkuð sannspár um þróunina, nú spáir hann því að einungis muni taka nokkra daga þar til ró kemst á markaði og eðlileg viðskipti geti hafist að nýju, m.a. milliríkjaviðskipti og gjaldeyrisviðskipti. Það má líka rifja það upp að hann kom einna fyrstur manna fram með þá skoðun að yfirstjórn Seðlabankans bæri að víkja, enda mikilvægt að fá hæfa og faglega aðila þar að borðinu. Í ljósi yfirlýsinga viðskiptaráðherrans og afsagnar fulltrúa Samfylkingarinnar úr bankaráði Seðlabankans verður fróðlegt að sjá hver næstu skref verða, bæði á vettvangi bankans en þó ekki síður á vettvangi ríkisstjórnarinnar.

Það skyldi þó aldrei vera svo að fleiri verk af ýmsum toga verði unnin næstu næturnar?


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær fjárfestingar sem leiddu mikið af þessum ógöngum yfir okkur heima voru greiðslur til fyrirtækja í Bretlandi og Hollandi vegna kaupa á því snillingar eins og Bjarni Ármann Glitnari nefndi "fjárfestingar í væntingum" sem bæri að nýta sér. Fjárfestingar sem vöru svo illa ígrundaðar að Jón og Gunna hefðu í sömu bönkum og fjármögnuðu ósköpin fengið NEI gegn 10% láni út á skuldlaust húsnæði í miðborg Reykjavíkur - á þeim tíma nafla Alheimskunnar. Ekkert af þessum fjárfestingum skiluðu neinu í samræmi við væntingar forstjóranna sem framkvæmdu gjörninginn. Framkvæmdastjórar sem hófu skortsölu gegn þeim fyrirtækjum sem þeir yfirgáfu vegna rekstrarerfiðleika fyrr á þessu ári og í fyrra. menn sem hurfu úr landi með góðan hagnað.  Það á að greina þessi viðskipti til hlítar, gera almenningi grein fyrir því hvernig vera má að menn með innherja þekkingu léku sér að því að gjaldfella fyrirtæki sem hafði greitt þeim laun, skapað þeim miklar tekjur og fyrirtækjum sem þeir mæltu með til fjérfestinga í við lífeyrissjóði landsmanna. Það á ekki að kalla þá til til ábyrgðar hafi þeir eignast hundruðir miljóna vegna þekkingar, innsæis og fagmennsku sem leiddi til mikillar velferðar því þá er meir en sjálfsagt að þeim sé klappað á bakið. Komi í ljós misferli eiga þessir höfðingjar að hreinsa timbur á kvöldin í húsið sitt eins og Jón og Gunna sem voru skuldlaus en lánuðu þeim peninga sem þeir glötuðu vegna óreiðu og kannski heimsku?

Ég hef ekki þungar áhyggjur af Gordon Brown og Wouter Bos. Peningarnir eru hjá þeim. Í þeirra löndum eru gamlir peningar og þolinmótt fjármagn svo BB geta sótt þá að hluta innanlands hjá sér t.d. í formi hækkaðra skatta á fjármagnstekjur, koma í veg fyrir flutning í skattaparadísir ofl ofl smávægilegt. Að maður tali nú ekki um þegar hriðjuverkalög ná yfir verknaðinn má  ætla að það sé auðvelt að athuga hvað var gert við fjármagnið sem við Íslendingar borguðum? Margan mun undra það.  

Eggert H. Kjartansson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband