Áfram mjakast þetta allt saman - sól á Sólvangi

Það er ennþá nóg að gera á vettvangi MBA námsins þótt langt sé liðið á vorið. Nú er síðast áfanginn á þessari önn hafnn, honum lýkur ekki fyrr en 7. júní n.k. Þá kemur langþráð sumarhvíld í næstum því þrjá mánuði. Nú er verið að kljást annars vegar við fjármál fyrirtækja og hins vegar mannauðsstjórnun. Ólíkar greinar en báðar áhugaverðar. Ekki spillir fyrir að kennararnir eru góðir - menn sem kunna sitt fag og einnig þá list að miðla þekkingunni.

Það var mikill léttir að ljúka tveimur síðustu námskeiðum, reikningshaldi og rekstrarstjórnun. Hvorutveggja nokkuð strembnar greinar sem kröfðust mikils vinnuframlags. Það var því ljúft að uppskera þokkalegar einkunnir úr þeim báðum.

Svo er það ein góð og notaleg frétt úr vinahópnum: Hún Berta Sóley er komin heim til sín á Sólvang. Henni lá einhver ósköp á í heiminn, hún og tvíburasystir hennar fæddust á Valentínusardaginn, þ. 14. febrúar s.l., eftir tæpa 28 vikna meðgöngu. Hún var ekki nema 1000 g litla skinnið, og þurfi því bæði á vaxtarækt og ljósabekk að halda á vökudeildinni. Hún er nú orðin 2600 g og dafnar vel. Það er á stefnuskránni að heimsækja hana og nýbakaða foreldrana fljótlega. Tvíburasystir Bertu Sóleyjar, Elsa Björt, lifði ekki nema 6 daga. Það er mikið og ögrandi verkefni fyrir ungt fólkt að takast samtímis á við gleði og sorg, það er ekki einfalt hlutskipti. Við dáumst að ungu foreldrunum fyrir æðruleysi þeirra, og óskum fjölskyldunni alls hins besta í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú orðar þetta sérlega vel þegar þú segir:"Það er mikið og ögrandi verkefni fyrir ungt fólkt að takast samtímis á við gleði og sorg, það er ekki einfalt hlutskipti."

Ég hlýt að taka undir, þetta er svo sannarlega ögrandi verkefni fyrir ungar manneskjur að takast á við slíkt.

Vona að Berta Sóley nái að þroskast og eflast og verði foreldrum sínum sá gimsteinn sem stofnað var til. Berðu kveðjur.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband