Sameining sveitarfélaga

Niðurstöður kosninga um sameiningu tveggja sveitarfélaga fyrir norðan eru athyglisverðar. Þróunin undanfarin ár hefur verið í þá átt að fámenn sveitarfélög hafa sameinast og þannig orðið hæfari til að taka að sér verkefni sem eru á þeirra könnu. Mikil breyting var á starfsemi sveitarfélaganna við flutning grunnskólanna frá ríkinu á sínum tíma. Nú eru sveitarfélögin í landinu tæplega 80 talsinis og hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum.

Það er merkileg staðreynd að enn skuli vera til fámenn sveitarfélög í landinu sem þrjóskast við og hafna sameiningu við nágrannasveitarfélög sín. Dæmi um slíkt sveitarélag er Skorradalshreppur, þar voru 56 íbúar þann 1. desember 2007. Hvernig skyldi sveitarfélögum af þessari stærð takast að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu?

Styrking sveitarstjórnarstigsins er þjóðþrifamál. Landið er fámennt og strjálbýlt og því erfitt að halda uppi öflugri nútímalegri þjónustu sem stenst kröfur íbúanna. Lykilatriðið er því að mynda öflugri sveitarfélög. Stundum er rætt um að gera allt landið að einu kjördæmi. Það mætti hins vegar hugsa sér að nota núverandi kjördæmaskipun og mynda eitt sveitarfélag fyrir hvert kjördæmi. Þannig yrði góð samsvörun milli sveitarstjórnarstigsins og ríkisvaldsins og öll samþætting yrði einfaldari og skilvirkari. Án efa mundi slík breyting verða til þess fallin að styrkja fámennari sveitarfélög og þar með efla landsbyggðina.

Er ekki kominn tími til að blása lífi í umræðuna um sameiningu sveitarfélaga?


mbl.is Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband