Gæðastundir í Nýja Kastala

Við Kristrún erum komin í viku dvöl hjá Davíð syni okkar og Ýri, sambýliskonu hans, hér í Newcastle upon Tyne í Englandi.  Davíð okkar er að gera það gott hér hjá enskum, hér flýgur hann þotu af gerðinni Boeng 737-700 hjá lággjaldaflugfélaginu easyJet.  Ýr er snyrtifræðingur og vinnur sem slík hjá virtri snyrtistofu í miðbænum.

Dagurinn í dag hefur  verið sannkölluð gæðastund út í gegn.  Við Davíð fórum í útréttingar af ýmsu tagi, við fórum líka í ræktina og "chilluðum" bara svona almennt saman.  Rétt eins og er svo nauðsynlegt fyrir feðga öðru hvoru.  Hér var svo eldaður kvöldmatur af betri gerðinni, dúnmjúk nautasteik með piparrönd, ofnbakaðar kartöflur, tómatar og mozarella ostur, dýrindis rauðvín..... og á undan Cava freyðivín frá Spáni.  Ekki nóg með það, á milli "rétta" settist drengurinn við hljóðfærið og spilaði etýður eftir Debussey og þaðan af betra "stöff".

Er hægt að kvarta við slíkar aðstæður?  Það er fátt mikilvægara en fjölskyldan, börnin, tengdabörnin, barnabörnin..... og að fá að njóta samvista við þau öll  - á sínum heimavelli.  Þetta verður væntanlega síðasta heimsókn okkar til þeirra hér í Newcastle, því eftir áramótin bíða þeirra ný ævintýri í Milano á Ítalíu, en Davíð sótti um flutning hjá vinnuveitenda sínum og fékk.  Þau flytja því snemma á nýju ári - það gefur okkur Kristrúnu auðvitað tækifæri til að heimsækja þau þar - með tilheyrandi notalegum gæðastundum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fjölskyldustundirnar eru þau augnablik sem lengst lifa í minningunni:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.11.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband