Ofurtök verðtryggingar

Á tímum kreppu og samdráttar reyna margir sem best þeir geta að draga úr útgjöldum sínum, rifa seglin og sýna ráðdeild og sparsemi. Lítið sem ekkert er ráðist í nýjar fjárfestingar, enda lítil sem engin lán að hafa.

Það hlýtur eitthvað að vera bogið við verðtryggingu lána, því í raun eru þeir sem skulda slík lán að taka lán til viðbótar á hverjum einasta gjalddaga þess. Flest verðtryggð lán, t.d. húsnæðislán bankanna, hafa mánaðarlega gjalddaga. Tólf sinnum á ári bætist við skuldina í formi uppreiknaðra verðbóta.

Tökum dæmi um lán sem tekið var hjá Glitni í nóvember 2005 að fjárhæð kr.14.650.000 með 4,15% vöxtum. Fyrsta greiðsla af láninu (afborganir, vextir og verðbætur) voru kr. 45.835. Þremur árum seinna, í desember 2008, var greiðslan komin í kr. 81.421. Um leið og sú greiðsla var innt af hendi á gjalddaga lánsins bættust kr. 384.521 við höfuðstólinn, eða með öðrum orðum: tekið var nýtt lán sem nam næstum fimmfaldri þeirri upphæð sem greidd var til bankans. Eftirstöðvar þessa láns með verðbótum í dag eru komnar í 18,4 miljónir króna, þremur árum eftir að skuldabréf að fjárhæð 14,6 miljónum króna var undirritað og eftir að búið er að greiða samviskusamlega 37 sinnum af láninu.

Það hlýtur að vera kominn tími á að endurskoða fyrirkomulagið og kanna hvort einhvers staðar sé ekki vitlaust gefið í þessari lönguvitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband