Landsýn

Það glittir í land eftir langa og stranga siglingu. Senn lýkur fyrri hluta MBA námsins, nánar tiltekið með prófi laugardaginn 7. júní. Við hófum leikinn í kringum 25. ágúst s.l., svo þetta er orðin býsna langt og strangt úthald. Undanfarna daga og vikur hefur mannskapurinn lagt á sig mikla verkefnavinnu og prófundirbúning. Það verður ljúft að standa upp frá prófborðinu kl. 13 á laugardag, ganga út í sumarið, fagna áfanganum í góðum hóp og gleyma öllu erfiðinu um stund.

MBA námið hefur fyllilega staðið undir væntingum. Allir sem hafa hug á að efla færni sína, eru með háskólapróf og a.m.k. 3ja ára starfsreynslu og vilja takast á við stjórnunarstarf ættu að hugleiða nám þetta. Það nær yfir marga og mismunandi þætti sem nýtast vel í krefjandi störfum. Bakland Háskóla Íslands er traust og gott, fagmennskan er í fyrirrúmi.

Framundan er sumarleyfi bæði frá vinnu og námi. Ég er staðráðinn í að njóta þess út í ystu æsar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband