Dagur umhverfisins

Það fer heldur lítið fyrir fréttum af Degi umhverfisins, enda allir fjölmiðlar uppteknir við að segja ekki-fréttir af óþekkum krökkum á öllum aldri út um allan bæ. Las á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins pistil um þennan dag, sem komið var á í tíð Guðmundar Bjarnasonar ráðherra umhverfismála árið 1999. Þetta er nú aldeilis fínt framtak hjá ráðuneytinu sem lítið fer fyrir, enda erfitt að koma fréttum sem þessum að þegar hasar og fjör eru í boði á sama tíma. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að svifryksmengun hefur verið yfir hættumörkum margsinnis undanfarið á færanlegri mælingarstöð sem hefur verið staðsett á mörkum Stakkahlíðar og Miklubrautar.

Þrátt fyrir fréttir sem þessar virðist langt í land að almenningur taki sig til og breyti hegðan sinni. Það var athyglisvert að hlusta á viðtal við framkvæmdastjóra Sólarræstinga í fréttum í kvöld, en fyrirtækið fékk viðurkenningu ráðuneytisins. Þar kom nefnilega fram að jafnvel lítil fyrirtæki geta lagt mikið af mörkum með ábyrgri stefnu í umhverfismálum. Almenningur getur gert heilmikið, t.d. með því að ferðast saman til og frá vinnu frekar en að allir fari á sínum bíl; ganga meira, hjóla eða taka strætó. Það er bara ekki kúl - svo frekar heldur maður áfram uppteknum hætti og breytir ekki hegðan sinni.

Undanfarin ár hafa ýmsar nýjungar rutt sér til rúms í nágrannalöndum okkar. Eitt af því er s.k. "Mobility Management" - en það eru fyrirtæki eða stofnanir sveitarfélaga sem sérhæfa sig í ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga um val á ferðamáta og fleira í þeim dúr. Margt smátt gerir eitt stórt stendur einhvers staðar skrifað - það á við í þessum málum sem öðrum.


mbl.is Umhverfisviðurkenningar afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir þennan pistil Ásgeir, þetta eru orð í tíma töluð. Bendi þér á vefsíðu Al Gore um loftlagsmál, www.wecansolveit.org.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.4.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband