Eldaðu maður! - Frábær kokkabók fyrir okkur karlana

Sá hinn sami Thomas og bauð mér á Kim Larsen tónleikana (sjá síðustu færslu) kom heldur betur færandi hendi þegar við hittumst fyrir tónleikana.  Á dögunum kom nefnilega út bók eftir hann sem heitir "Eldaðu maður!" - undirtitillinn er "alvöru matreiðslubók - fyrir alvöru karlmenn".  Bókina skrifaði hann eftir að hafa sótt námskeið í matseld hjá Námsflokkum Reykjavíkur.

Þetta er ansi góð bók - sérstaklega fyrir þá sem ekki eru vanir að elda mat.   Hún gefur innsýn í eldamennskuna á einfaldan og skilmerkilegan hátt, og ekki er annað að sjá en uppskriftirnar séu býsna girnilegar.  Að ekki sé nú talað um hugmyndaauðgina í nafngiftunum.  Hér eru nokkur dæmi:  Klókar kjúklingabringur - Tikkandi Tikka Masa kjúklingur - Kjúklingur í klípu - Spaghettí brellumeistarans - Poppaður Plokkfiskur - Möllers Möndlusilungur - o.s.frv. 

Hér er sennilega komin býsna ákjósanleg jólagjöf fyrir eiginmanninn, kærastann, soninn, tengdasoninn, pabbann, tengdapabbann,afann ..... Útgefandi er Salka.  Mæli með henni - ekki spurning!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Hef heyrt því fleygt að þér fari óðfluga fram

Anna Kristinsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Er að hugsa um að elda snitsel snillingsins næst - verður fróðlegt að sjá hvernig það heppnast!

Ásgeir Eiríksson, 28.11.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband