Ryanair hefur sölu á heilsudrykk frá Tahiti um borð í vélum sínum

Ég hef áður minnst á Noni ávaxtasafann frá Tahiti hér á síðunni.  Um er að ræða safa úr samnefndum ávexti sem vex þar syðra, og hefur verið notaður í safa um aldir að því að talið er.  Safinn er talinn hafa góð áhrif m.a. á ónæmiskerfið, innihalda andoxunarefni sem eru manninum gagnleg, talinn hafa áhrif til lækkunar kólesteróls, ásamt því að hafa yfirleitt góð áhrif á mannskepnuna.

Tahiro hjá Ryanair

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur nú tekið þá ákvörðun að selja TaHiro drykkinn "Vitalise" um borð í vélum sínum, en þessi drykkur inniheldur þennan merka safa.  Vörur þessar eru almennt ekki seldar öðru vísi en í beinni markaðsfærslu, ef frá eru talinn nokkur lífsstílskaffihús í heiminum sem rekin eru af Tahitian Noni.  Ryanair flytur u.þ.b. 55 miljónir farþega með vélum sínum árlega, svo hér verður heldur betur breyting á aðgengi fólks að þessari vöru.

Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða.  Samdóma álit alls megin þorra þeirra einstaklinga sem neyta Noni safans eða afurða sem innihalda hann er að neysla safans hafi góð og jákvæð áhrif á viðkomandi.  Margir finna fyrir aukinni vellíðan, betra úthaldi, betri svefn og almennt betri líðan.  Nú er bara að prófa fíneríið næst þegar þið, kæru lesendur, takið ykkur far með Ryanair.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fyrir utan undursamleg áhrif þessa elixírs -- er hann þokkalegur á bragðið?

Er hægt að kaupa hann á netinu? Hvað segir tollurinn þegar kippan kemur?

Kv.

Sigurður Hreiðar, 22.11.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Vitalise smakkast eins og besti svaladrykkur.  Hann er hins vegar ekki fáanlegur hérlendis, a.m.k. ekki enn sem komið er.  Safann sjálfan er hins vegar hægt að fá hér, t.d. hjá mér.  Hann er seldur í lítersflöskum, maður tekur 2 - 3 staup á dag - eftir behag - og er sem nýr.  Það er líka hægt að gerast áskrifandi og dreifingaraðili, þá skuldbindur maður sig til að kaupa einn kassa á mánuð - 4 flöskur.  Kveðja, Ásgeir

Ásgeir Eiríksson, 22.11.2007 kl. 14:19

3 identicon

Er það bara ég eða er eitthvað óeðlilegt við það að þú sért að auglýsa lággjaldaflugfélagið RyanAir hérna eins og ekkert sé, með drenginn hjá samkeppnisaðilanum EasyJet! :)

Hjalti Þór (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:41

4 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Það þarf að halda honum við efnið drengnum.....  

Ásgeir Eiríksson, 1.12.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband